Handbolti

Vardar í úrslit í fyrsta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alex Dujsebaev skoraði sjö mörk fyrir Vardar.
Alex Dujsebaev skoraði sjö mörk fyrir Vardar. vísir/getty
Það verður Vardar sem mætir Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handbolta á morgun.

Þetta var ljóst eftir eins marks sigur Vardar, 26-25, á Barcelona í seinni undanúrslitaleiknum í dag. Luka Cindric skoraði sigurmarkið þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka.

Makedónska liðið er því komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Hægri vængurinn hjá Vardar var öflugur í dag en þeir Alex Dujsebaev og Ivan Cupic skoruðu sjö mörk hvor. Vuko Borozan kom næstur með fimm mörk.

Kiril Lazarov skoraði sex mörk fyrir Barcelona og Valero Rivera fjögur.


Tengdar fréttir

Aron og félagar komust ekki í úrslit

Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém töpuðu með eins marks mun, 26-27, fyrir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×