Enski boltinn

Leicester hefur áhuga á Gylfa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi skoraði níu mörk og gaf 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Gylfi skoraði níu mörk og gaf 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. vísir/getty
Leicester City hefur spurst fyrir um Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea City. Daily Mail greinir frá.

Leicester vill fá fleiri sóknarvopn í vopnabúrið, sérstaklega eftir að Riyad Mahrez óskaði eftir því að fara frá félaginu.

Gylfi er eftirsóttur eftir frábært tímabil með Swansea í vetur. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði níu mörk og gaf 13 stoðsendingar og átti hvað stærstan þátt í því að Swansea hélt sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Everton hefur einnig mikinn áhuga á að fá Gylfa en Ronald Koeman, knattspyrnustjóri liðsins, ku vera hrifinn af íslenska landsliðsmanninum.

Talið er að Gylfi sé metinn á 30 milljónir punda.


Tengdar fréttir

Gylfi ein af bestu langskyttum tímabilsins í enska

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fjögur af níu mörkum sínum í ensku úrvalsdeildinni í vetur með skotum fyrir utan teig. Gylfi er í hópi mestu langskyttna deildarinnar.

Mahrez vill losna frá Leicester

Einn besti leikmaður Leicester City, Riyad Mahrez, fór fram á það við félagið í dag að það sleppi honum svo hann geti róið á önnur mið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×