Körfubolti

Hlusta ekki á Rihönnu í klefanum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rihanna lét heyra í sér í fyrsta leik Golden State og Cleveland.
Rihanna lét heyra í sér í fyrsta leik Golden State og Cleveland. vísir/getty
Söngkonan Rihanna vakti mikla athygli fyrir framkomu sína í fyrsta leik Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta.

Rihanna sat á fremsta bekk og lét vel í sér heyra. Hún er mikill aðdáandi LeBron James, aðalstjörnu Cleveland.

Rihanna reyndi hvað hún gat til að koma Kevin Durant, leikmanni Golden State, úr jafnvægi með hrópum og köllum. Það hafði lítil áhrif á Durant sem skoraði 38 stig og var stigahæstur á vellinum í 113-91 sigri Golden State.

Liðin mætast öðru sinni á heimavelli Golden State í nótt. Á blaðamannafundi í gær var Stephen Curry spurður að því hvort Rihanna hafi verið strikuð út af lagalistanum í búningsklefa Golden State eftir uppákomuna aðfaranótt föstudags.

„Ég held að hún hafi aldrei verið á honum,“ svaraði Curry og hló.

Annar leikur Golden State og Cleveland hefst á miðnætti og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

NBA

Tengdar fréttir

Þriðji réttur veislunnar

Úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hefst í kvöld en í fyrsta sinn í NBA-sögunni mætast sömu liðin þrjú ár í röð. Warriors unnu 2015 og Cavs 2016 en nú er komið að lokauppgjöri á milli tveggja bestu liða heims

Baldur: Þetta eru ótrúleg sóknarlið

Úrslitin í NBA-deildinni hefjast í nótt þegar Golden State Warriors tekur á móti meisturum Cleveland Cavaliers í fyrstu rimmu liðanna.

Durant gaf Rihönnu illt augnaráð

Kevin Durant var stigahæstur á vellinum þegar Golden State Warriors vann 113-91 sigur á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í nótt.

Golden State átti fyrsta höggið | Myndbönd

Golden State Warriors tók forystuna gegn Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA-deildarinnar með 113-91 sigri í fyrsta leik liðanna í nótt. Golden State hefur nú unnið alla 13 leiki sína í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×