Handbolti

Aron markahæstur þegar Veszprém tryggði sér bronsið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron lætur vaða á markið.
Aron lætur vaða á markið. vísir/getty
Aron Pálmarsson var í miklu stuði þegar Veszprém vann Barcelona, 34-30, í leiknum um bronsið í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag. Aron skoraði átta mörk og var markahæstur á vellinum.

Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði aðeins eitt mark í undanúrslitunum gegn Paris Saint-Germain í gær en dældi út stoðsendingum.

Í dag var hins vegar allt inni hjá Aroni sem þurfti aðeins 10 skot til að skora mörkin átta.

Sóknarleikur Veszprém gekk smurt í leiknum í dag og til marks um það var skotnýting liðsins 77%.

Aron var sem áður sagði markahæstur í liði Veszprém með átta mörk. Máté Lékai, László Nagy og Cristian Ugalde komu næstir með sex mörk hver.

PSG og Vardar mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem hefst klukkan 16:00.


Tengdar fréttir

Aron og félagar komust ekki í úrslit

Aron Pálmarsson og félagar í Veszprém töpuðu með eins marks mun, 26-27, fyrir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×