„Það er ómetanlegt að fá starfsreynslu sína metna fyrir nám og gefur af sér óteljandi nýja möguleika í lífinu“ Jónína Magnúsdóttir og skrifa 7. júní 2017 13:26 Frá árinu 2004 hafa 3.952 einstaklingar lokið raunfærnimati. Raunfærnimat fer aðallega fram á starfsnámsbrautum og í iðngreinum, en einnig á móti viðmiðum í atvinnulífinu. Í mati á raunfærni fær einstaklingurinn metna starfsreynslu sína gagnvart viðmiðum í viðeigandi námskrá. Sem dæmi um hvar hefur verið metið má nefna einstaklinga sem hafa mikla reynslu af skrifstofustörfum, verslunar- og þjónustustörfum, fiskvinnslu, sjómennsku, fiskeldi, úr mötuneytum/eldhúsum, smíðum og rafvirkjun. Hægt er að sjá á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is í hvaða greinum mat hefur farið fram. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um símenntunarmiðstöðvar um allt land sem geta veitt nánari upplýsingar um raunfærnimat og hvernig skal bera sig að. Hér fyrir neðan sjáum við svo reynslusögur sem sýna ávinning einstaklinga sem hafa farið í gegnum raunfærnimat í hinum ýmsu greinum.Kristinn SigurjónssonKristinn Sigurjónsson sölumaður í FríhöfninniRaunfærnimat í Verslunarfagnámi hjá MSS Aðalástæðan fyrir því að ég fór í raunfærnimat var að mig langaði í háskólanám. Ég lauk ekki stúdentsprófi á sínum tíma en kláraði verslunarskólanám í Danmörku. Hefur alltaf langað til að starfa í markaðsgeiranum og langaði í viðskiptafræði í HÍ. Ég hafði því samband við Jónínu náms- og starfsráðgjafa og fór í raunfærnimat og átti eftir það auðveldara með að sækja um í háskólanum. Í dag stunda ég nám í Háskóla Íslands með fullri vinnu og gengur vonum framar. Hef þroskast mikið sem einstaklingur og öðlast áhuga fyrir námi. Ég er með mikla lesblindu sem hefur fram að þessu haft neikvæð áhrif á mig. Háskóli Íslands býður upp á mjög góða þjónustu fyrir þá sem eiga við námsörðugleika að stríða. Raunfærnimatið hefur fært mér vilja og trú á að ég geti lært og ég myndi ráðleggja öllum að skrá sig í raunfærnimat hjá næstu símenntunarstöð. Það er ómetanlegt að fá starfsreynslu sína metna fyrir nám og gefur af sér óteljandi nýja möguleika í lífinu.Bryndís Rúnarsdóttir.Bryndís Rúnarsdóttir matartæknir í Landsbankanum Raunfærnimat í Matartækni hjá MSS í samstarfi við Iðuna fræðslusetur Ég ákvað að fara í raunfærnimat vegna þess að ég þekkti manneskju sem hafði farið í svona mat. Hún reyndi á sínum tíma að fá mig með en ég var ekki tilbúin þá en sá alltaf eftir því þegar ég sá hjá henni hvað þetta var einfalt. Svo var mér bent á að það væri verið að bjóða upp á raunfærnimat hjá MSS og ákvað að slá til. Síðan matið fór fram er ég búin að klára nám í matartækni frá MK sem ég kláraði á 3 önnum með vinnu. Ég fékk helling metið í raunfærnimatinu, var líka búinn með ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði svo það var góð byrjun á náminu. Ég myndi segja við þann sem er að hugsa um að fara í svona mat að drífa sig því þetta er algjör snilld að eiga möguleika á því að ná sér í réttindi með svona auðveldum hætti. Mér finnst ég öruggari í starfi eftir matið og svo standa mér fleiri möguleikar til boða í starfi. Robert Henry VogtRobert Henry Vogt - gæðastjóriRaunfærnimat í fisktækni hjá MSS Ég lenti í óhappi út í sjó sem gerði mig óvinnufæran og vildi nýta tímann á meðan. Ég fór í MSS í Reykjanesbæ til að skoða hvaða námskeið væru í boði. Hitti þar hana Jónínu starfs- og námsráðgjafa og hún benti mér á þessa leið. Fór fyrst í sterkari starfsmaður og í framhaldi af því þá kom sú umræða upp hvort ekki væri gott að senda mig í raunfærnimat. Fór semsagt í raunfærnimat og kláraði í framhaldinu fisktækninn. Tók síðan viðbótanám í Gæðastjórnun. Nú er ég að skoða í kringum mig varðandi vinnu í þessum efnum. Ég hvet alla eindregið til að fara í raunfærnimat á meðan það býðst. Þetta gefur manni forskot í námið. Að fara í nám á mínum aldri virkar eins og vítamínsprauta í tilveruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2004 hafa 3.952 einstaklingar lokið raunfærnimati. Raunfærnimat fer aðallega fram á starfsnámsbrautum og í iðngreinum, en einnig á móti viðmiðum í atvinnulífinu. Í mati á raunfærni fær einstaklingurinn metna starfsreynslu sína gagnvart viðmiðum í viðeigandi námskrá. Sem dæmi um hvar hefur verið metið má nefna einstaklinga sem hafa mikla reynslu af skrifstofustörfum, verslunar- og þjónustustörfum, fiskvinnslu, sjómennsku, fiskeldi, úr mötuneytum/eldhúsum, smíðum og rafvirkjun. Hægt er að sjá á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is í hvaða greinum mat hefur farið fram. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um símenntunarmiðstöðvar um allt land sem geta veitt nánari upplýsingar um raunfærnimat og hvernig skal bera sig að. Hér fyrir neðan sjáum við svo reynslusögur sem sýna ávinning einstaklinga sem hafa farið í gegnum raunfærnimat í hinum ýmsu greinum.Kristinn SigurjónssonKristinn Sigurjónsson sölumaður í FríhöfninniRaunfærnimat í Verslunarfagnámi hjá MSS Aðalástæðan fyrir því að ég fór í raunfærnimat var að mig langaði í háskólanám. Ég lauk ekki stúdentsprófi á sínum tíma en kláraði verslunarskólanám í Danmörku. Hefur alltaf langað til að starfa í markaðsgeiranum og langaði í viðskiptafræði í HÍ. Ég hafði því samband við Jónínu náms- og starfsráðgjafa og fór í raunfærnimat og átti eftir það auðveldara með að sækja um í háskólanum. Í dag stunda ég nám í Háskóla Íslands með fullri vinnu og gengur vonum framar. Hef þroskast mikið sem einstaklingur og öðlast áhuga fyrir námi. Ég er með mikla lesblindu sem hefur fram að þessu haft neikvæð áhrif á mig. Háskóli Íslands býður upp á mjög góða þjónustu fyrir þá sem eiga við námsörðugleika að stríða. Raunfærnimatið hefur fært mér vilja og trú á að ég geti lært og ég myndi ráðleggja öllum að skrá sig í raunfærnimat hjá næstu símenntunarstöð. Það er ómetanlegt að fá starfsreynslu sína metna fyrir nám og gefur af sér óteljandi nýja möguleika í lífinu.Bryndís Rúnarsdóttir.Bryndís Rúnarsdóttir matartæknir í Landsbankanum Raunfærnimat í Matartækni hjá MSS í samstarfi við Iðuna fræðslusetur Ég ákvað að fara í raunfærnimat vegna þess að ég þekkti manneskju sem hafði farið í svona mat. Hún reyndi á sínum tíma að fá mig með en ég var ekki tilbúin þá en sá alltaf eftir því þegar ég sá hjá henni hvað þetta var einfalt. Svo var mér bent á að það væri verið að bjóða upp á raunfærnimat hjá MSS og ákvað að slá til. Síðan matið fór fram er ég búin að klára nám í matartækni frá MK sem ég kláraði á 3 önnum með vinnu. Ég fékk helling metið í raunfærnimatinu, var líka búinn með ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði svo það var góð byrjun á náminu. Ég myndi segja við þann sem er að hugsa um að fara í svona mat að drífa sig því þetta er algjör snilld að eiga möguleika á því að ná sér í réttindi með svona auðveldum hætti. Mér finnst ég öruggari í starfi eftir matið og svo standa mér fleiri möguleikar til boða í starfi. Robert Henry VogtRobert Henry Vogt - gæðastjóriRaunfærnimat í fisktækni hjá MSS Ég lenti í óhappi út í sjó sem gerði mig óvinnufæran og vildi nýta tímann á meðan. Ég fór í MSS í Reykjanesbæ til að skoða hvaða námskeið væru í boði. Hitti þar hana Jónínu starfs- og námsráðgjafa og hún benti mér á þessa leið. Fór fyrst í sterkari starfsmaður og í framhaldi af því þá kom sú umræða upp hvort ekki væri gott að senda mig í raunfærnimat. Fór semsagt í raunfærnimat og kláraði í framhaldinu fisktækninn. Tók síðan viðbótanám í Gæðastjórnun. Nú er ég að skoða í kringum mig varðandi vinnu í þessum efnum. Ég hvet alla eindregið til að fara í raunfærnimat á meðan það býðst. Þetta gefur manni forskot í námið. Að fara í nám á mínum aldri virkar eins og vítamínsprauta í tilveruna.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar