„Það er ómetanlegt að fá starfsreynslu sína metna fyrir nám og gefur af sér óteljandi nýja möguleika í lífinu“ Jónína Magnúsdóttir og skrifa 7. júní 2017 13:26 Frá árinu 2004 hafa 3.952 einstaklingar lokið raunfærnimati. Raunfærnimat fer aðallega fram á starfsnámsbrautum og í iðngreinum, en einnig á móti viðmiðum í atvinnulífinu. Í mati á raunfærni fær einstaklingurinn metna starfsreynslu sína gagnvart viðmiðum í viðeigandi námskrá. Sem dæmi um hvar hefur verið metið má nefna einstaklinga sem hafa mikla reynslu af skrifstofustörfum, verslunar- og þjónustustörfum, fiskvinnslu, sjómennsku, fiskeldi, úr mötuneytum/eldhúsum, smíðum og rafvirkjun. Hægt er að sjá á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is í hvaða greinum mat hefur farið fram. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um símenntunarmiðstöðvar um allt land sem geta veitt nánari upplýsingar um raunfærnimat og hvernig skal bera sig að. Hér fyrir neðan sjáum við svo reynslusögur sem sýna ávinning einstaklinga sem hafa farið í gegnum raunfærnimat í hinum ýmsu greinum.Kristinn SigurjónssonKristinn Sigurjónsson sölumaður í FríhöfninniRaunfærnimat í Verslunarfagnámi hjá MSS Aðalástæðan fyrir því að ég fór í raunfærnimat var að mig langaði í háskólanám. Ég lauk ekki stúdentsprófi á sínum tíma en kláraði verslunarskólanám í Danmörku. Hefur alltaf langað til að starfa í markaðsgeiranum og langaði í viðskiptafræði í HÍ. Ég hafði því samband við Jónínu náms- og starfsráðgjafa og fór í raunfærnimat og átti eftir það auðveldara með að sækja um í háskólanum. Í dag stunda ég nám í Háskóla Íslands með fullri vinnu og gengur vonum framar. Hef þroskast mikið sem einstaklingur og öðlast áhuga fyrir námi. Ég er með mikla lesblindu sem hefur fram að þessu haft neikvæð áhrif á mig. Háskóli Íslands býður upp á mjög góða þjónustu fyrir þá sem eiga við námsörðugleika að stríða. Raunfærnimatið hefur fært mér vilja og trú á að ég geti lært og ég myndi ráðleggja öllum að skrá sig í raunfærnimat hjá næstu símenntunarstöð. Það er ómetanlegt að fá starfsreynslu sína metna fyrir nám og gefur af sér óteljandi nýja möguleika í lífinu.Bryndís Rúnarsdóttir.Bryndís Rúnarsdóttir matartæknir í Landsbankanum Raunfærnimat í Matartækni hjá MSS í samstarfi við Iðuna fræðslusetur Ég ákvað að fara í raunfærnimat vegna þess að ég þekkti manneskju sem hafði farið í svona mat. Hún reyndi á sínum tíma að fá mig með en ég var ekki tilbúin þá en sá alltaf eftir því þegar ég sá hjá henni hvað þetta var einfalt. Svo var mér bent á að það væri verið að bjóða upp á raunfærnimat hjá MSS og ákvað að slá til. Síðan matið fór fram er ég búin að klára nám í matartækni frá MK sem ég kláraði á 3 önnum með vinnu. Ég fékk helling metið í raunfærnimatinu, var líka búinn með ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði svo það var góð byrjun á náminu. Ég myndi segja við þann sem er að hugsa um að fara í svona mat að drífa sig því þetta er algjör snilld að eiga möguleika á því að ná sér í réttindi með svona auðveldum hætti. Mér finnst ég öruggari í starfi eftir matið og svo standa mér fleiri möguleikar til boða í starfi. Robert Henry VogtRobert Henry Vogt - gæðastjóriRaunfærnimat í fisktækni hjá MSS Ég lenti í óhappi út í sjó sem gerði mig óvinnufæran og vildi nýta tímann á meðan. Ég fór í MSS í Reykjanesbæ til að skoða hvaða námskeið væru í boði. Hitti þar hana Jónínu starfs- og námsráðgjafa og hún benti mér á þessa leið. Fór fyrst í sterkari starfsmaður og í framhaldi af því þá kom sú umræða upp hvort ekki væri gott að senda mig í raunfærnimat. Fór semsagt í raunfærnimat og kláraði í framhaldinu fisktækninn. Tók síðan viðbótanám í Gæðastjórnun. Nú er ég að skoða í kringum mig varðandi vinnu í þessum efnum. Ég hvet alla eindregið til að fara í raunfærnimat á meðan það býðst. Þetta gefur manni forskot í námið. Að fara í nám á mínum aldri virkar eins og vítamínsprauta í tilveruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2004 hafa 3.952 einstaklingar lokið raunfærnimati. Raunfærnimat fer aðallega fram á starfsnámsbrautum og í iðngreinum, en einnig á móti viðmiðum í atvinnulífinu. Í mati á raunfærni fær einstaklingurinn metna starfsreynslu sína gagnvart viðmiðum í viðeigandi námskrá. Sem dæmi um hvar hefur verið metið má nefna einstaklinga sem hafa mikla reynslu af skrifstofustörfum, verslunar- og þjónustustörfum, fiskvinnslu, sjómennsku, fiskeldi, úr mötuneytum/eldhúsum, smíðum og rafvirkjun. Hægt er að sjá á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is í hvaða greinum mat hefur farið fram. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um símenntunarmiðstöðvar um allt land sem geta veitt nánari upplýsingar um raunfærnimat og hvernig skal bera sig að. Hér fyrir neðan sjáum við svo reynslusögur sem sýna ávinning einstaklinga sem hafa farið í gegnum raunfærnimat í hinum ýmsu greinum.Kristinn SigurjónssonKristinn Sigurjónsson sölumaður í FríhöfninniRaunfærnimat í Verslunarfagnámi hjá MSS Aðalástæðan fyrir því að ég fór í raunfærnimat var að mig langaði í háskólanám. Ég lauk ekki stúdentsprófi á sínum tíma en kláraði verslunarskólanám í Danmörku. Hefur alltaf langað til að starfa í markaðsgeiranum og langaði í viðskiptafræði í HÍ. Ég hafði því samband við Jónínu náms- og starfsráðgjafa og fór í raunfærnimat og átti eftir það auðveldara með að sækja um í háskólanum. Í dag stunda ég nám í Háskóla Íslands með fullri vinnu og gengur vonum framar. Hef þroskast mikið sem einstaklingur og öðlast áhuga fyrir námi. Ég er með mikla lesblindu sem hefur fram að þessu haft neikvæð áhrif á mig. Háskóli Íslands býður upp á mjög góða þjónustu fyrir þá sem eiga við námsörðugleika að stríða. Raunfærnimatið hefur fært mér vilja og trú á að ég geti lært og ég myndi ráðleggja öllum að skrá sig í raunfærnimat hjá næstu símenntunarstöð. Það er ómetanlegt að fá starfsreynslu sína metna fyrir nám og gefur af sér óteljandi nýja möguleika í lífinu.Bryndís Rúnarsdóttir.Bryndís Rúnarsdóttir matartæknir í Landsbankanum Raunfærnimat í Matartækni hjá MSS í samstarfi við Iðuna fræðslusetur Ég ákvað að fara í raunfærnimat vegna þess að ég þekkti manneskju sem hafði farið í svona mat. Hún reyndi á sínum tíma að fá mig með en ég var ekki tilbúin þá en sá alltaf eftir því þegar ég sá hjá henni hvað þetta var einfalt. Svo var mér bent á að það væri verið að bjóða upp á raunfærnimat hjá MSS og ákvað að slá til. Síðan matið fór fram er ég búin að klára nám í matartækni frá MK sem ég kláraði á 3 önnum með vinnu. Ég fékk helling metið í raunfærnimatinu, var líka búinn með ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði svo það var góð byrjun á náminu. Ég myndi segja við þann sem er að hugsa um að fara í svona mat að drífa sig því þetta er algjör snilld að eiga möguleika á því að ná sér í réttindi með svona auðveldum hætti. Mér finnst ég öruggari í starfi eftir matið og svo standa mér fleiri möguleikar til boða í starfi. Robert Henry VogtRobert Henry Vogt - gæðastjóriRaunfærnimat í fisktækni hjá MSS Ég lenti í óhappi út í sjó sem gerði mig óvinnufæran og vildi nýta tímann á meðan. Ég fór í MSS í Reykjanesbæ til að skoða hvaða námskeið væru í boði. Hitti þar hana Jónínu starfs- og námsráðgjafa og hún benti mér á þessa leið. Fór fyrst í sterkari starfsmaður og í framhaldi af því þá kom sú umræða upp hvort ekki væri gott að senda mig í raunfærnimat. Fór semsagt í raunfærnimat og kláraði í framhaldinu fisktækninn. Tók síðan viðbótanám í Gæðastjórnun. Nú er ég að skoða í kringum mig varðandi vinnu í þessum efnum. Ég hvet alla eindregið til að fara í raunfærnimat á meðan það býðst. Þetta gefur manni forskot í námið. Að fara í nám á mínum aldri virkar eins og vítamínsprauta í tilveruna.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun