Körfubolti

Durant fær mikið lof: Hann er besti leikmaður NBA-deildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Durant fagnar með Zaza Pachulia og Stephen Curry.
Kevin Durant fagnar með Zaza Pachulia og Stephen Curry. Vísir/Getty
Kevin Durant fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína eftir sigur Golden State Warriors á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt.

Með sigrinum komst Golden State í 3-0 forystu gegn Cleveland en Durant var sérstaklega öflugur í fjórða leikhluta, þegar Golden State náði að síga fram úr á lokamínútum leiksins.

Paul Pierce, fyrrum framherji Boston Celtics, var ekki í vafa um að Durant hefði með frammistöðu sinni tekið fram úr öllum öðrum leikmönnum NBA-deildarinnar.

„Við erum að verða vitni að valdaskiptum. Durant skoraði fjórtán stig í fjórða leikhluta þegar það var mest undir í leiknum og á stærsta sviði körfuboltans,“ sagði Pierce sem var sérfræðingur í útsendingu ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar frá leiknum.

„Hann var að spila á útivelli gegn LeBron James. Hvað er hægt að fara fram á mikið meira? Í mínum huga er hann nýi besti leikmaðurinn í NBA-deildinni.“



Durant setti niður þriggja stiga körfu þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum sem kom Golden State yfir og virtist veita Cleveland rothögg.

Durant tók þá niður varnarfrákast, skokkaði yfir völlinn og setti niður þriggja stiga skot - yfir LeBron James. Sagði hann eftir leik að hann hafi séð James á hælunum og að hann hefði æft þetta skot alla sína æfi.

Þriggja stiga skotið magnaða má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.



NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×