Enski boltinn

Fyrrum stjóra Gylfa boðin stjórastaðan hjá Middlesbrough

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Garry Monk.
Garry Monk. Vísir/Getty
Garry Monk verður væntanlega næsti knattspyrnustjóri Middlesbrough en stjórnarformaður félagsins hefur boðið honum starfið samkvæmt heimildum BBC.

Garry Monk var einn af nokkrum sem fóru í viðtal fyrir starfið en stjórnarformaðurinn Steve Gibson ákvað að Monk væri besti kosturinn í stöðunni.

Middlesbrough féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor eftir að hafa gefið mikið eftir á lokakaflanum.

Gary Monk, sem er 38 ára gamall, hætti óvænt hjá Leeds 25. maí síðastliðinn eftir ósætti við eigandann Andrea Radrizzani. Leeds endaði í sjöunda sæti í ensku b-deildinni á síðasta tímabili.

Monk stýrði Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá 2014 til 2015 áður en hann var látinn fara frá félaginu. Monk lék líka á sínum tíma með Gylfa hjá Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×