Körfubolti

Góð upphitun fyrir kvöldið að horfa á stuttmynd um þriðja leik úrslitanna í NBA | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry reynir að skora körfu í síðasta leik.
Stephen Curry reynir að skora körfu í síðasta leik. Vísir/Getty
Golden State Warriors getur orðið NBA-meistari í körfubolta í nótt þegar liðið mætir Cleveland Cavaliers í Quicken Loans Arena í Cleveland í beinni á Stöð 2 Sport.

Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti og þar er að duga eða drepast fyrir meistarana í Cleveland Cavaliers sem eru missa titilinn frá sér tapi liðið í kvöld.

Golden State Warriors vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínum með samtals 41 stigs mun og náði síðan að fylgja því eftir með því að vinna þriðja leikinn sem var æsispennandi og skemmtilegur.

Golden State Warriors vann á endanum 118-113 eftir að hafa unnið síðustu þrjár mínútur leiksins 11-0. Kevin Durant skoraði sjö stig á lokakaflanum og Stephen Curry fjögur.

NBA-deildin hefur tekið saman skemmtilegt stuttmynd um þriðja leikinn sem má sjá hér fyrir neðan. Það er góð upphitun fyrir kvöldið að rifja upp stórskemmtilegan leik á miðvikudagskvöldið.





Golden State Warriors hefur unnið alla fimmtán leiki sína í úrslitakeppninni til þessa og getur með sigri í kvöld orðið fyrsta liðið til að klára 16-0. Liðið hefur þegar bætt metið yfir flesta sigurleiki í röð í úrslitakeppni.

Cleveland Cavaliers lenti 3-1 undir í fyrra en kom þá öllum á óvörum með því að vinna þrjá síðustu leikina og tryggja sér titilinn. Það þarf enn stærra kraftaverk að vinna sig út úr þessum vandræðum en fyrsta skrefið er að sjá til þess að Golden State Warriors tryggi sér ekki titilinn á þeirra heimavelli.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×