Enski boltinn

Monk kominn með nýtt starf tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Leeds

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Monk hætti óvænt hjá Leeds í lok maí.
Monk hætti óvænt hjá Leeds í lok maí. vísir/getty
Garry Monk hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Middlesbrough. Hann verður kynntur til leiks hjá félaginu á mánudaginn.

Middlesbrough féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor eftir aðeins eins árs dvöl.

Aitor Karanka var rekinn frá Boro um miðjan mars. Steve Agnew tók við liðinu til bráðabirgða og stýrði því út tímabilið.

Monk, sem er 38 ára, stýrði Leeds United í ensku B-deildinni á síðasta tímabili. Hann hætti svo óvænt hjá félaginu í lok maí. Leeds var lengst af í umspilssæti en gaf eftir á lokakaflanum og endaði í 7. sæti.

Monk var áður við stjórnvölinn hjá Swansea City á árunum 2014-15. Monk lék áður með Swansea og var um tíma fyrirliði liðsins.


Tengdar fréttir

Monk hættur hjá Leeds

Það er skammt stórra högga á milli í lífi stuðningsmanna Leeds United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×