Enski boltinn

Zlatan fær ekki nýjan samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zlatan með deildabikarinn.
Zlatan með deildabikarinn. vísir/getty
Zlatan Ibrahimovic hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United.

Enska úrvalsdeildin birti í dag lista yfir þá leikmenn sem eru samningslausir og fá ekki nýja samninga hjá sínum félögum. Zlatan er þar á meðal.

Hinn 35 ára gamli Zlatan sleit krossbönd í hné í leik gegn Anderlecht 20. apríl. Þá var hann búinn að skora 28 mörk á tímabilinu. Zlatan endaði sem langmarkahæsti leikmaður United í vetur.

Zlatan skoraði 17 mörk í ensku úrvalsdeildinni, fimm í Evrópudeildinni, eitt í ensku bikarkeppninni og fjögur í deildabikarnum, þar af tvö í 3-2 sigri á Southampton í úrslitaleik keppninnar.

Zlatan er einn sigursælasti leikmaður allra tíma en Svíinn hefur unnið 33 titla á ferlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×