Enski boltinn

Baðst afsökunar á klúðri sínu í vítaspyrnukeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Reading trúðu vart eigin augum.
Leikmenn Reading trúðu vart eigin augum. Vísir/Getty
Eins og sjá mátti á viðbrögðum leikmanna Reading eftir að hafa tapað fyrir Huddersfield í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik umspilskepppni ensku B-deildarinnar.

Huddersfield verður aftur á í deild þeirra bestu eftir 45 ára fjarveru eftir sigurinn á Reading í gær.

Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og réðust úrslitin því í vítaspyrnukeppni. Þar fóru þeir Liam Moore og Jordan Obita illa að ráði sínu - Moore skaut yfir og Obita lét Danny Ward verja frá sér.

Leikmenn Reading voru margir óhuggandi eftir leik í gær og Moore lýsti því hvernig hann væri í molum vegna úrslitanna á Twitter-síðu sinni.

„Það hefur svo mikil vinna farið í tímabilið og hjartað brestur á að þetta hafi tapast í vítaspyrnukeppni,“ sagði hann.

„Ég biðst afsökunar á klúðrinu mínu en ég er stoltur af sjálfum mér að hafa haft hugrekki til að taka spyrnuna. Ég óska aðeins þess að niðurstaðan hefði orðið önnur.“

Vítaspyrnukeppnina má sjá hér fyrir neðan.

Vítaspyrnukeppni Huddersfield og Reading



Fleiri fréttir

Sjá meira


×