Lífið

Kyle heldur áfram að heilla Englendinga: Rauk í úrslit eftir magnaðan flutning á lagi Adele

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábær sönvari.
Frábær sönvari.
Hinn fimmtán ára Kyle Tomlinson frá Sheffield í Englandi er að heilla alla Englendinga upp úr skónum með frammistöðu sinni í raunveruleikaþáttunum Britain's Got Talent.

Hann sló rækilega í gegn í fyrstu áheyrnaprufunni og fékk þar David Walliams til að ýta á gullhnappinn.

Kyle mætti í þættina fyrir nokkrum árum og þá sagði einn dómarinn að hann þyrfti að fá sér söngkennara. Kyle var aðeins tólf ára gamall þegar Walliams lét þau orð flakka.

Um helgina var aftur komið að Kyle og reyndi hann við lagið When We Were Young með Adele. Hann flutti lagið óaðfinnanlega eins og sjá mér hér að neðan. Þessi flutningur skilaði Kyle alla leið í úrslit.

BGT er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×