Lífið

Tíu ára drengur kastaðist úr risavatnsrennibraut í glænýjum skemmtigarði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Drengurinn stóð bara upp og gekk í burtu.
Drengurinn stóð bara upp og gekk í burtu.
Vatnsrennibrautagarðar njóta mikilla vinsælda meðal barna og er fátt skemmtilegra fyrir þau en að hlaupa um og skella sér í risarennibrautir. Sumar rennibrautirnar eru gríðarlega stórar og þora margir einfaldlega ekki í þær allra stærstu.

Á dögunum opnaði glænýr vatnsrennibrautagarður, The Wave, í Dublin í Kaliforníu. Náði einn gestur garðsins, The Wave, myndbandi á dögunum þegar sjá mátti ungan tíu ára dreng kastast út úr rennibraut.

Drengurinn kippti sér lítið upp við þetta, stóð upp og gekk í burtu.  Atvikið hefur haft það í för með sér að umræddri rennibraut hefur verið lokað tímabundið. 

Rennibrautin er í fimmtán metra hæð en drengurinn fékk aðeins nokkrar skrámur og slapp einstaklega vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×