Enski boltinn

Liverpool að ná í stórefnilegan leikmann frá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dominic Solanke fagnar í leik með U-20 liði Englands.
Dominic Solanke fagnar í leik með U-20 liði Englands. Vísir/Getty
Liverpool er á góðri leið með að landa hinum efnilega Dominic Solanke frá Chelsea ef marka má frétt enska blaðsins Guardian.

Solanke er samningsbundinn Chelsea en samningur hans rennur út í sumar og hefur hann ekki viljað skrifa undir framlengingu á honum.

Hann er nítján ára framherji sem hefur þó fengið fá tækifæri með aðalliði Chelsea. Solanke hefur þó verið duglegur að skora með yngri liðum félagsins og er í U-20 liði Englands sem keppir á HM í Suður-Kóreu.

Solanke var enn fremur í láni hjá Vitesse Arnhem í Hollandi tímabilið 2015-16 þar sem hann skoraði sjö mörk í 25 leikjum.

Eftir að ljóst varð að hann hafði ekki í hug að skrifa undir nýjan samning við Chelsea fóru mörg af stóru liðunum í Evrópu að spyrjast fyrir um hann. En svo virðist sem að Liverpool hafi unnið kapphlaupið um kappann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×