Enski boltinn

Southgate lét Rooney ekki vita að hann yrði ekki valinn í landsliðið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kemur Wayne Rooney til baka?
Kemur Wayne Rooney til baka? vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, ræddi ekki við Wayne Rooney, fyrirliða enska landsliðsins, áður en hann valdi Rooney ekki í hópinn sem mætir Skotlandi og Frakklandi í næsta mánuði.

Southgate tilkynnti hópinn sinn í síðustu viku en í honum er enginn Wayne Rooney, markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. Rooney hefur verið í aukahlutverki hjá United á þessari leiktíð en ber samt fyrirliðaband enska liðsins.

„Það er bara svo og svo oft sem hægt er að ræða þessa hluti,“ sagði Southgate á blaðamannafundi þegar spurt var út í stöðu Rooney.

„Ég útiloka alls ekki að hann spili aftur fyrir England því hann hefur gæði og reynslu. Maður vonast auðvitað til þess að hann nái upp sömu gæðum og áður og geti hjálpað Engalndi í framtíðinni.“

„Ég passa mig á því að sýna afrekum hans virðingu og vil því ekki tala um Rooney í þátíð. Þar sem ég þekki Wayne veit ég að hann vill sanna fyrir fólki og mér að við höfum öll rangt fyrir okkur. Hann er meira en fær um að gera það,“ sagði Gareth Southgate.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×