Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar

Minnihlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur mikinn vafa á því að tillaga dómsmálaráðherra um skipun í embætti fimmtán dómara við Landsrétt standist lög. Hæstaréttarlögmaður segir í umsögn að tillögu ráðherrans skorti allan rökstuðning.

Ítarlega verður fjallað um málið í Fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar verður einnig fjallað um verkefni gegn ofbeldi sem samþykkt hefur verið að innleiða í alla grunnskóla, leikskóla og frístundaheimili borgarinnar. Mikil aukning hefur orðið í tilkynningum ofbeldismála gegn börnum hjá lögreglu, barnaverndaryfirvöldum og hjá Stígamótum.

Íbúðum sem eru í Airbnb útleigu í Reykjavík hefur fjölgað um níutíu prósent á milli ára og um sextíu prósent íslenskra gestgjafa eru með fleiri en tvær eignir í útleigu. Við förum yfir málið í fréttatímanum.

Þá fjöllum við um Akraborgina, sem mun hefja ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur í næstu viku, og kíkjum í heimsókn í dýragarð í Sjanghæ í Kína þar sem tvíburar úr dýraríkinu hafa vakið mikla lukku á meðal gesta og gangandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×