Lífið

Olivia Newton-John greinist aftur með brjóstakrabbamein

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Olivia Newton-John í Las Vegas í mars síðastliðnum.
Olivia Newton-John í Las Vegas í mars síðastliðnum. Vísir/Getty
Leik- og söngkonan Olivia Newton-John hefur aftur greinst með brjóstakrabbamein. Þetta er í annað skipti sem Newton-John greinist með krabbamein en 25 ár eru nú síðan hún náði sér af þessu sama meini. BBC greinir frá.

Tónleikaferðalag um Bandaríkin og Kanada var næst á dagskrá hjá söngkonunni en hún hafði þurft að fresta nokkrum tónleikum vegna eymsla í baki. Nú hefur komið í ljós að verkirnir voru brjóstakrabbamein, sem hafði dreift sér í mænuna.

Áætlað er að Newton-John fari í krabbameinsmeðferð og snúi aftur á sviðið síðar á þessu ári.

„Til viðbótar við náttúrulegar sjúkdómsmeðferðir mun Olivia gangast undir geislameðferð og er fullviss um að hún snúi aftur síðar á árinu, hraustari sem aldrei fyrr, til að fagna sýningum sínum.“

Newton-John varð áberandi í baráttu sinni fyrir krabbameinsrannsóknum eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein árið 1992 og stofnaði krabbameinsrannsóknarstöð í sínu nafni til höfuðs málstaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×