Lífið

Gúmmi fjarlægt af flugbraut dáleiðir fólk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnað að fylgjast með þessu.
Magnað að fylgjast með þessu.
Á flugvöllum um allan heim er nauðsynlegt að skafa upp allt það gúmmí sem festist á brautunum.

Flugvélarnar lenda á ógnarhraða og í hvert einasta skipti fer töluvert af gúmmíi á malbikið. Það hafa kannski sumir velt því fyrir sér hvernig þetta er hreinsað upp og því þarf ekki að koma á óvart að eitt vinsælasta myndbandið á Reddit er einmitt myndband því.

Airbus 380 flugvél getur aðeins lent um 300 sinnum á þeim dekkjum sem hún er með, en þá þarf að skipta um. 

Þar má sjá sérstaka vél renna yfir brautina og skrapa upp efnið. Sjón er sögu ríkari og má sjá myndbandið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×