Handbolti

Arnar Freyr kallaður inn fyrir Stefán Rafn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Freyr Ársælsson í leik með FH í úrslitakeppninni.
Arnar Freyr Ársælsson í leik með FH í úrslitakeppninni. Vísir/Ernir
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur gert breytingu á landsliðshópnum sem hefur leik á fjögurra þjóða móti í Noregi í næstu viku.

Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Álaborgar í Danmörku, hefur þurft að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla og í hans stað kemur Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður FH.

Arnar Freyr er nýliði en hann fær nú sínar fyrstu mínútur með landsliðinu á Gjensidige-bikarnum í Noregi sem hefst 8. júní.

Margir handboltaáhugamenn hafa lýst yfir furðu sinni á því að hinn 17 ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson úr FH var ekki valinn í hópinn en hann var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Geir Sveinsson sagði í viðtali við Vísi í gær að Gísli hefði komið sterklega til greina en hann vill spila á Janusi Daða Smárasyni og Gunnari Steini Jónssyni í þessu móti.

Þrátt fyrir að leikmaður hafi nú dottið út vegna meiðsla kallar Geir á leikmann úr FH sem er ekki Gísli Þorgeir en Arnar Freyr Ársælsson spilaði mjög vel á tímabilinu með FH sem varð deildarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×