Handbolti

Húsvörðurinn og Íslandsmeistarinn Hlynur: Helvítis harpixið er óþolandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bubbi og Gaupi léttir enda blautþvottur í gangi.
Bubbi og Gaupi léttir enda blautþvottur í gangi.
Ein af stjörnum Íslands- og bikarmeistara Vals í handbolta, Hlynur Morthens, er einnig húsvörður í Valsheimilinu og þarf því að þrífa eftir handboltaæfingarnar.

„Helvítis harpixið er alveg óþolandi,“ segir Hlynur við Gaupa en hann var þá á fullu við blautþvottinn. Erfiðasti blautþvotturinn er eftir handboltaæfingarnar.

Hlynur er að verða 42 ára og beið í 23 ár eftir því að lyfta Íslandsmeistarabikarnum í fyrsta sinn. Hann er nú í samningaviðræðum við Val um framhaldið.

„Við munum landa því. Ég verð áfram í Val,“ segir Hlynur.

Sjá má innslagið hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hlynur: Ég elska að spila handbolta

Eftir rúmlega 20 ára eyðimerkurgöngu náði markvörðurinn geðþekki Hlynur Morthens loksins að verða Íslandsmeistari. Hlynur ætlaði ekki að hætta fyrr en hann yrði Íslandsmeistari og hann gæti haldið áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×