Innlent

Steinsofnaði þegar lögregla stoppaði hann

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls voru minnst fjórtán ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Alls voru minnst fjórtán ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis. Vísir/Hari
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjölda ökumanna sem grunaðir eru um að aka undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Einn þeirra sem handtekinn var skömmu eftir klukkan fimm í morgun steinsofnaði skömmu eftir að hann var stöðvaður. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og var honum veitt gistin að lokinni sýnatöku, þar sem ómögulegt var að vekja hann.

Í dagbók lögreglu kemur fram að 16 ára drengur var stöðvaður við akstur í gærkvöldi. Sá var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fundust fíkniefni á honum. Með honum í bílnum var 17 ára gamall farþegi. Haft var samband við foreldra hans og barnavernd tilkynnt málið.

Alls voru minnst fjórtán ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.

Þar að auki voru tveir menn sem grunaðir eru um líkamsárás í miðborginni handteknir og nokkuð var um útköll vegna hávaða í heimahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×