Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Málamiðlunartillaga um að flýta flokksþingi og þar með formannskjöri í Framsóknarflokknum var samþykkt á vorþingi miðstjórnar flokksins á fimmta tímanum í dag.  Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður sögðust eftir fundinn vera ánægð með þessa lendingu en mikil innanflokksátök hafa verið í flokknum undanfarna mánuði.

Nánar verður rætt við þau Sigurð, Lilju og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.  Þá ræðum við við formann Neytendasamtakanna sem neitar að hætta störfum þrátt fyrir að stjórn samtakanna hafi sagt honum upp og lýst yfir vantrausti á hann.

Einnig verðum við í beinni útsendingu frá Kórnum í Kópavogi þar sem þýsku rokkararnir í Rammstein stíga á svið í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×