Lífið

Forsetinn mætti á Rammstein-tónleika í Kórnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Þetta er í annað sinn sem þýska sveitin Rammstein spilar á tónleikum á Íslandi og lét forseti Íslands sig ekki vanta.
Þetta er í annað sinn sem þýska sveitin Rammstein spilar á tónleikum á Íslandi og lét forseti Íslands sig ekki vanta. Vísir/getty/Ernir
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gerði lítið sér lítið fyrir og skellti sér á tónleika með þýsku rokksveitinni Rammstein í Kórnum í Kópavogi í kvöld.

Gestir á leið tónleikana ráku upp stór augu þegar þjóðhöfðinginn sjálfur mætti í Kórinn og kippti sér ekki upp við það þegar hann var beðinn um að sitja fyrir á myndum með aðdáendum sínum.

Forsetinn var með sæti í stúku í Kórnum en hann klappaði látlaust þegar íslenska sveitin Ham steig á svið, en hún hitar upp fyrir þýsku hljómsveitina í kvöld. Guðni  er sagður hafa klappað látlaust á meðan Ham flutti sitt þunga rokk.

Guðni er greinilega mikill rokkaðdáandi því fyrir rúmum mánuði sást hann á tónleikum með íslensku sveitinni Skálmöld.

Forsetinn er nýkominn heim úr opinberri heimsókn til Færeyja þar sem hann heimsótti stærsta fyrirtæki Færeyja, Bakkafrost og spilaði fótbolta við börn í Argjahamarsskóla.

Þetta er í annað sinn sem Rammstein spilar á tónleikum á Íslandi er síðast var það árið 2001 í Laugardalshöll.





Ég og Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti á Rammstein. #rammstein #kórinn #iceland #president

A post shared by Friðgeir Bergsteinsson (@fridgeirb) on


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×