Fótbolti

Fyrrum forseti Barcelona handtekinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rosell ásamt Neymar er Brasilíumaðurinn var keyptur til Barcelona. Ýmislegt vafasamt virðist hafa verið í gangi þá.
Rosell ásamt Neymar er Brasilíumaðurinn var keyptur til Barcelona. Ýmislegt vafasamt virðist hafa verið í gangi þá. vísir/getty
Sandro Rosell, fyrrum forseti Barcelona, hefur verið handtekinn grunaður um peningaþvætti.

Fleiri voru handteknir í tengslum við málið en yfirvöld í Katalóníu réðust inn á níu skrifstofur í Barcelona. Eiginkona Rosell var einnig handtekin.

Málið snýst um sölu á ímyndarrétti til Brasilíu samkvæmt heimildum frá lögreglunni. Spænska lögreglan hefur verið í samvinnu með FBI í þessu máli þannig að það er augljóslega mjög stórt.

Rosell var forseti Barcelona frá 2010 til 2014. Hann hætti eftir að lögreglan ákvað að rannsaka kaup félagsins á Brasilíumanninum Neymar. Ekki sér fyrir endann á því máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×