Innlent

Þremur gert að hætta störfum í eftirlit lögreglu með vinnumansali

Birgir Olgeirsson skrifar
Var þetta liður í eftirliti lögreglu, Vinnumálastofnunar og Ríkisskattstjóra sem beint er gegn vinnumansali.
Var þetta liður í eftirliti lögreglu, Vinnumálastofnunar og Ríkisskattstjóra sem beint er gegn vinnumansali. vísir/eyþór
Lögreglan gerði þremur einstaklingum að hætta störfum þegar hún sinnti eftirliti á veitingastöðum og hótelum í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku.

Var þetta liður í eftirliti lögreglu, Vinnumálastofnunar og Ríkisskattstjóra sem beint er gegn vinnumansali.

Farið var á veitingastaði og hótel í miðborginni og kannað með tilskilin leyfi starfsmanna.

Lögreglan segir þrjá, þar af einn hælisleitanda, hafa reynst vera í ólögmætri vinnu, og var þeim öllum gert að hætta störfum.

Lögreglan segir eftirlitið á Íslandi hluta af sameiginlegu átaksverkefni Europol gegn vinnumansali, en margar þjóðir tóku þátt í aðgerðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×