Alvarlegur hagsmunaárekstur í Hollvinafélagi MR Hrafnkell Hringur Helgason skrifar 26. maí 2017 14:01 Kristín Heimisdóttir, stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, hefur áhyggjur af því að framboð mitt til formanns félagsins stefni starfi þess í hættu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á Stundinni í dag. Ég hef aldrei hitt Kristínu og veit ekki hvað fær hana til að fella þennan dóm yfir mér og mínu framboði. Ég er ekki þekktur fyrir annað en að vanda til verka þegar ég tek að mér ábyrgðarhlutverk. Kristín bendir á að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi „unnið af heilindum og reynst einstaklega málefnalegur í öllu starfi fyrir hollvini.“ Þessu er ég hjartanlega sammála, enda tók ég einmitt fram í framboðstilkynningu minni síðustu helgi að Benedikt ætti hrós skilið fyrir að hafa „leitt félagið með glæsibrag“. Við Benedikt áttum góðan og málefnalegan fund á þriðjudaginn. Þar kom fram að störf Hollvinafélagsins fælust einna helst í því að hringja í einstaklinga og fyrirtæki og safna fjármunum til styrktar Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta væri einkum á hendi formannsins sjálfs. Nefnir Kristín að félagið hafi safnað 15 milljónum á undanförnum árum sem hafi runnið beint til skólans. Ég bið félagsmenn og núverandi og tilvonandi stjórnarmenn um að staldra við og velta fyrir sér þessari spurningu: Er við hæfi að sjálfur fjármálaráðherra Íslands – æðsti aðili framkvæmdavaldsins þegar kemur að fjármálastjórnun hins opinbera og flutningsmaður fjárlaga á ári hverju – stundi það í frítíma sínum að hringja í fólk og fyrirtæki fyrir hönd félagasamtaka til að biðja um peningastyrki? Ég tel að slíkt sé ekki í anda góðs stjórnmálasiðferðis né vandaðra stjórnsýsluhátta. Þá tel ég einnig að færa megi haldbær rök fyrir því að athafnir af þessu tagi stangist á við siðareglur ráðherra. Kristín gefur lítið fyrir gagnrýni mína á niðurskurð til framhaldsskóla og lætur eins og þar sé um aukaatriði að ræða. Í raun afgreiðir hún ábendingar mínar um skert fjárframlög með setningunni: „Menn geta haft sínar skoðanir.“ Það er ekki skoðun að samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Menntakerfið á Íslandi fær beinlínis skelfilega útreið í fjármálaáætlun Benedikts. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Á meðan hefur ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR, enda er Benedikt, flutningsmaður fjármálaáætlunarinnar, sjálfur formaður félagsins. Hagsmunaáreksturinn er augljós. Raunar er Benedikt Jóhannesson að koma sjálfum sér í vandræði með því að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinafélags MR meðan hann gegnir embætti fjármálaráðherra. Framboð mitt gæti skorið hann úr þeirri snöru. Ég minni á að allir útskrifaðir MR-ingar eru sjálfkrafa félagar í Hollvinafélaginu og hvet þá til að fjölmenna á aðalfund þess í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík kl. 13:00 á laugardag. Skerum upp herör gegn fjársveltistefnu í menntamálum og krefjumst þess að stjórnvöld byggi upp í stað þess að skera niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kristín Heimisdóttir, stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, hefur áhyggjur af því að framboð mitt til formanns félagsins stefni starfi þess í hættu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á Stundinni í dag. Ég hef aldrei hitt Kristínu og veit ekki hvað fær hana til að fella þennan dóm yfir mér og mínu framboði. Ég er ekki þekktur fyrir annað en að vanda til verka þegar ég tek að mér ábyrgðarhlutverk. Kristín bendir á að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi „unnið af heilindum og reynst einstaklega málefnalegur í öllu starfi fyrir hollvini.“ Þessu er ég hjartanlega sammála, enda tók ég einmitt fram í framboðstilkynningu minni síðustu helgi að Benedikt ætti hrós skilið fyrir að hafa „leitt félagið með glæsibrag“. Við Benedikt áttum góðan og málefnalegan fund á þriðjudaginn. Þar kom fram að störf Hollvinafélagsins fælust einna helst í því að hringja í einstaklinga og fyrirtæki og safna fjármunum til styrktar Menntaskólanum í Reykjavík. Þetta væri einkum á hendi formannsins sjálfs. Nefnir Kristín að félagið hafi safnað 15 milljónum á undanförnum árum sem hafi runnið beint til skólans. Ég bið félagsmenn og núverandi og tilvonandi stjórnarmenn um að staldra við og velta fyrir sér þessari spurningu: Er við hæfi að sjálfur fjármálaráðherra Íslands – æðsti aðili framkvæmdavaldsins þegar kemur að fjármálastjórnun hins opinbera og flutningsmaður fjárlaga á ári hverju – stundi það í frítíma sínum að hringja í fólk og fyrirtæki fyrir hönd félagasamtaka til að biðja um peningastyrki? Ég tel að slíkt sé ekki í anda góðs stjórnmálasiðferðis né vandaðra stjórnsýsluhátta. Þá tel ég einnig að færa megi haldbær rök fyrir því að athafnir af þessu tagi stangist á við siðareglur ráðherra. Kristín gefur lítið fyrir gagnrýni mína á niðurskurð til framhaldsskóla og lætur eins og þar sé um aukaatriði að ræða. Í raun afgreiðir hún ábendingar mínar um skert fjárframlög með setningunni: „Menn geta haft sínar skoðanir.“ Það er ekki skoðun að samkvæmt fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar verður dregið verulega úr fjárframlögum til framhaldsskólastigsins næstu fimm árin. Það er staðreynd. Það er líka staðreynd að árið 2018 mun menntakerfið sæta fjórfalt strangari aðhaldskröfu en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar. Menntakerfið á Íslandi fær beinlínis skelfilega útreið í fjármálaáætlun Benedikts. Stjórnendur framhaldsskólanna og framhaldsskólakennarar hafa gagnrýnt áætlunina harðlega. Á meðan hefur ekki heyrst múkk frá Hollvinafélagi MR, enda er Benedikt, flutningsmaður fjármálaáætlunarinnar, sjálfur formaður félagsins. Hagsmunaáreksturinn er augljós. Raunar er Benedikt Jóhannesson að koma sjálfum sér í vandræði með því að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Hollvinafélags MR meðan hann gegnir embætti fjármálaráðherra. Framboð mitt gæti skorið hann úr þeirri snöru. Ég minni á að allir útskrifaðir MR-ingar eru sjálfkrafa félagar í Hollvinafélaginu og hvet þá til að fjölmenna á aðalfund þess í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík kl. 13:00 á laugardag. Skerum upp herör gegn fjársveltistefnu í menntamálum og krefjumst þess að stjórnvöld byggi upp í stað þess að skera niður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar