Enski boltinn

Ramsey: Vonandi heldur Wenger áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ramsey fagnar sigurmarki sínu.
Ramsey fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty
Í annað sinn á fjórum árum skoraði Aaron Ramsey sigurmark Arsenal í bikarúrslitaleik.

Árið 2014 tryggði Walesverjinn  Arsenal sigur á Hull City, 3-2, og í dag skoraði hann sigurmarkið í 2-1 sigri á Chelsea.

„Ég get ekki lýst þessu. Þetta hefur verið upp og niður tímabil. En við kláruðum það með bikarmeistaratitli svo það hlýtur að teljast gott,“ sagði Ramsey eftir leikinn.

„Ég skoraði sigurmarkið aftur. Ég elska þessa keppni. Strákarnir áttu þetta skilið og ég er ánægður fyrir hönd stjórans.“

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal. Ramsey vill halda Frakkanum hjá félaginu.

„Að sjálfsögðu vil ég að hann verði áfram hjá félaginu. Hann á þetta skilið. Við breyttum um leikkerfi og okkur gekk mjög vel eftir það. Vonandi verður hann áfram,“ sagði Ramsey.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×