Erlent

Flugvélar British Airways í loftið á ný

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Farþegar British Airways eru beðnir um að athuga með stöðu flugferða, sem þeir eiga pantaðar hjá félaginu, áður en haldið er út á flugvöll.
Farþegar British Airways eru beðnir um að athuga með stöðu flugferða, sem þeir eiga pantaðar hjá félaginu, áður en haldið er út á flugvöll. Vísir/EPA
Flugfélagið British Arways hefur hafið flug að nýju en nær öll þjónusta félagsins lá niðri frá bresku flugvöllunum Heathrow og Gatwick í gær vegna bilunar í tölvukerfi.

Í frétt BBC segir þó að búast megi við frekari seinkunum og aflýsingum á flugferðum fram á mánudag. Þá hefur flugfélagið sagst ætla að bæta farþegum sínum erfiðleikana upp og aðstoða þá við endurbókanir.

Farþegar eru hvattir til að kanna stöðu flugferða sem þeir eiga pöntuð hjá flugfélaginu á heimasíðu British Airways áður en haldið er út á flugvöll. Þá er hægt að nálgast uppfærðar flugáætlanir á heimasíðum Heathrow- og Gatwickflugvallar.

Ferðatöskur í þúsundatali sitja enn fastar á Heathrow-flugvelli í London en þeim verður komið til eigenda sinna eins fljótt og auðið er.

Í morgun höfðu 42 flugvélar British Airways haldið á áfangastað frá Heathrow samkvæmt áætlun en 29 flugum frá flugvellinum var aflýst. Þá fóru 19 flugvélar félagsins af stað frá Gatwick-flugvelli í morgun og aðeins einu flugi aflýst.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×