Handbolti

Sex nýliðar fara til Noregs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn nautsterki Valsmaður, Ýmir Örn Gíslason, er í landsliðshópnum.
Hinn nautsterki Valsmaður, Ýmir Örn Gíslason, er í landsliðshópnum. vísir/ernir
Nokkrir af sterkustu handboltamönnum landsins fá frí er A-landslið karla tekur þátt á æfingamóti í Noregi.

Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson fá frí á mótinu og leikmenn sem spila í Þýskalandi komast ekki í verkefnið.

Nýliðarnir eru sex að þessu sinni og þar á meðal hinn ungi og efnilegi, Ýmir Örn Gíslason. Nokkra athygli vekur að annar efnilegur drengur, Gísli Þorgeir Kristjánsson, sé ekki í hópnum.

Mótið fer fram í Elverum frá 8. til 11. júní. Ísland spilar við Noreg, Pólland og Svíþjóð á mótinu sem heitir Gjensidige Cup.

Leikmannahópurinn:

Markverðir:

Ágúst Elí Björgvinsson, FH (nýliði)

Stephen Nielsen, ÍBV

Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan

Aðrir leikmenn:

Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad

Atli Ævar Ingólfsson, Sävehof

Daníel Þór Ingason, Haukar (nýliði)

Geir Guðmundsson, Cesson-Rennes (nýliði)

Gunnar Steinn Jónsson, Kristianstad

Janus Daði Smárason, Álaborg

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad

Ómar Ingi Magnússon, Aarhus

Sigvaldi Guðjónsson, Aarhus (nýliði)

Stefán Rafn Sigurmannsson, Álaborg

Tandri Konráðsson, Skjern

Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV

Vignir Stefánsson, Valur (nýliði)

Ýmir Örn Gíslason, Valur (nýliði)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×