Skoðun

Styttast nú ævilíkur krabbameinssjúklinga?

Ólafur Ólafsson skrifar
Í fréttum má lesa að meðal annars vegna sparnaðar ríkissjóðs fá krabbameinslæknar ekki í hendur nýjustu krabbameinslyf sem nýtt eru á Norðurlöndum.

Í huga minn kemur upp rannsókn á meðferðarárangri Íslendinga 1996-2008 á helstu sjúkdómum, sem unnin var af svokölluðum Boston-hóp sem er mjög vel þekktur alþjóðlegur greiningarhópur. Skýrsla um rannsóknina var gefin út af velferðarráðuneytinu 2011. Í skýrslunni kemur fram að hlutfall lifenda (survivors) 5 árum eftir að meðferð hófst vegna krabbameins í meltingarfærum var hæst á Íslandi, næsthæst meðal kvenna er gengið höfðu undir aðgerðir vegna krabbameins í brjósti og að dánartíðni karla og kvenna 30 dögum eftir að þeir veiktust vegna kransæðasjúkdóms var lægst borið saman við vestrænar þjóðir, m.a. Norðurlönd, Mið-Evrópu og BNA.

Á þeim tímum höfðum við ráð á að innleiða gagnsöm lyf í stíl við nágrannaþjóðir. Flest bendir til að við höfum efni á nokkuð dýrari lyfjum nú þar eð efnahagur okkar hefur eflst verulega.

Hvað nú ?

Boston consulting group.

Hanson Elisabeth @ bcg.com.

Larson Stefan @ bcg.com

(Velferðarráðuneytið 2011)




Skoðun

Sjá meira


×