Lífið

Bjarni Ben kom Vesalingi til bjargar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bjarni Ben kom óperusöngvaranum Þór Breiðfjörð til bjargar í gær.
Bjarni Ben kom óperusöngvaranum Þór Breiðfjörð til bjargar í gær. Vísir/Eyþór
Forsætisráðherra reyndist svo sannarlega betri en enginn þegar bíll óperusöngvarans Þórs Breiðfjörð dó í umferðarösinni í gær. Þór lýsir atburðarásinni á Facebook þar sem hann segir daginn hafa virst ætla að vera nokkuð afslappaðan þar til örlögin gripu í taumana.

Faðir Þórs kom til aðstoðar og reyndu þeir feðgar að bjarga „litlu gráu VW-dollunni“ úr bílaröðinni þegar óvæntur maður kom til aðstoðar. Er óhætt að segja að lýsing Þórs, sem sló í gegn í Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu um árið, sé einkar skemmtileg.

Að neðan má sjá atriði úr Vesalingunum.


Út úr jeppa stekkur vörpulegur maður með góða greiðslu. Var hann nokkuð sportlega klæddur niður, einhvers konar langar „hotpants“ og íþróttaskór úr trimmdeildinni. Sportmennið tekur sér „ýtingarstöðu“ við bílinn með föður mínum og með undirritaðan við stýrið komum við bílnum úr teppunni. Kappinn vindur sér orðalaust með bros á vör upp í jeppann og veifar í kveðjuskyni.“

Þór lýsir því svo að þeir feðgar hafi nú verið komnir með bílinn í skjól og því hafið að festa dráttarkaðal við bílinn.

Mínúturnar líða og ég velti fyrir mér hvort faðir minn ætli ekki að segja neitt. Eftir tvær mínútur get ég ekki orða bundist: „Nú verður hann Gunnlaugur Ragnarsson, vinur minn, óalandi og óferjandi,“ segi ég. Þá glottir gamli. Ég vil þakka Bjarna Ben forsætisráðherra fyrir aðstoðina og Gunnlaugur, vertu þægur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×