Handbolti

Íslensku strákarnir nokkuð heppnir með riðil

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir ætla sér stóra hluti í Alsír.
Íslensku strákarnir ætla sér stóra hluti í Alsír. vísir/stefán
Í dag var dregið í riðla á HM U-21 árs liða í handbolta.

Íslendingar voru í pottinum og lentu með heimamönnum í Alsír, Króatíu, Sádí-Arabíu, Argentínu og Marokkó í riðli. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslit.

Á pappírnum er þetta nokkuð þægilegur riðill fyrir íslensku strákana sem ætla sér langt í Alsír.

B-riðillinn virkar gríðarlega sterkur en þar eru Frakkland, Danmörk, Barein, Egyptaland, Slóvenía og Svíþjóð.

Frændur okkar í Færeyjum eru meðal þátttökuliða og lentu í A-riðli með Þýskalandi, Noregi, Ungverjalandi, Suður-Kóreu og Síle.

Strákarnir sem mynda kjarnann í íslenska liðinu lentu í 3. sæti á HM U-19 ára í Rússlandi fyrir tveimur árum. Þá urðu Frakkar heimsmeistarar eftir sigur á Slóvenum í úrslitaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×