Handbolti

Sex íslensk mörk er meistararnir komust í 1-0

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Freyr, Ólafur og Gunnar Steinn eru í fínum málum í undanúrslitunum.
Arnar Freyr, Ólafur og Gunnar Steinn eru í fínum málum í undanúrslitunum. vísir/anton brink
Svíþjóðarmeistarar IFK Kristianstad eru komnir í 1-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Ystads eftir öruggan sigur á heimavelli í fyrsta leik liðanna í kvöld, 32-26.

Ekki er búist við miklu af Ystads sem hafnaði í áttunda sæti deildarinnar en Kristianstad, sem hefur orðið meistari undanfarin tvö ár, varð deildarmeistari og er langsterkasta liðið í sænsku úrvalsdeildinni.

Gunnar Steinn Jónsson var markahæstur Íslendinganna þriggja í liði Kristianstad en hann skoraði þrjú mörk í fimm skotum. Ólafur Guðmundsson hafði hægt um sig og skoraði eitt mark í tveimur skotum en línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk í þremur skotum.

Liðin mætast næst á heiamvelli Ystads en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin.

Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Sävehof og Alingsås en þar er Alingsås yfir eftir öruggan sigur á Atla Ævari Ingólfssyni og félögum í fyrsta leik liðanna í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×