Enski boltinn

Töframaðurinn Harry semur við Birmingham

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Redknapp heldur áfram í bransanum.
Harry Redknapp heldur áfram í bransanum. vísir/getty
Harry Redknapp hefur samþykkt að halda áfram sem knattspyrnustjóri Birmingham og er búist við því að hann skrifi undir eins árs samning síðar í vikunni. BBC greinir frá.

Redknapp, sem oft er kallaður Harry Houdini, tók við Birmingham þegar Gianfranco Zola var rekinn í apríl og bjargaði Birmingham frá falli. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann hefur bjargað liðum frá falli enda kallaður töframaðurinn.

Redknapp varð sjötugur í mars og er því einn allra elsti knattspyrnustjórinn í efstu fjórum deildum Englands ef ekki einfaldlega sá elsti.

Hann hefur á glæstum ferli stýrt West Ham, Tottenham og QPR en undir hans stjórn vann Birmingham tvo af síðustu þremur leikjum sínum og bjargaði sér frá falli með tveimur stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×