Handbolti

Janus Daði með fjögur mörk í sigri Álaborgar í undanúrslitum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk í kvöld.
Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk í kvöld. mynd/aab
Deildarmeistarar Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta lögðu Bjerringbro-Silkeborg, 28-26, í undanúrslitum deildarinnar í kvöld en heimamenn voru einnig tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11.

Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir Álaborgarliðið en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað. Norska ungstirnið Sander Sagosen skoraði sex mörk en markahæstur var Buster Juul með tíu mörk.

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Álaborg höfnuðu í öðru sæti riðils eitt í úrslitakeppninni á eftir Skjern sem mætir Ribe-Esbjerg í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Liðin mætast aftur um helgina á heimavelli Bjerringbro en vinni heimamenn þar aðeins eins marks sigur eða gera jafntefli eða tapa er Álaborg komið í úrslitaeinvígið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×