Enski boltinn

Savage: Rooney er vanmetnasti leikmaðurinn í enska boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney skoraði á móti Swansea á dögunum.
Wayne Rooney skoraði á móti Swansea á dögunum. Vísir/Getty
Robbie Savage, þrautreyndur leikmaður úr enska boltanum og með velska landsliðinu, er aðdáandi Wayne Rooney og hann kom enska landsliðsfyrirliðanum til varnar í útvarpsviðtali á BBC.

Wayne Rooney hefur ekki fengið mörg tækifæri á fyrsta tímabili sínu undir stjórn Jose Mourinho sem tók við á Old Trafford síðasta sumar.

Wayne Rooney er enn bara 31 árs gamall en hann er þegar orðinn markahæsti maður enska landsliðsins og Manchester United frá upphafi. Mörgum finnst hann þó farin að gefa eftir og einn af þeim er greinilega portúgalski stjórinn  Mourinho sem notar hann lítið sem ekkert.

Robbie Savage var gestur Mark Chapman í útvarpsþættinum Wednesday Night Club á BBC og þar ræddu þeir félagar Wayne Rooney og stöðu hans í dag.  Savage hrósaði Rooney meðal annars fyrir hugarfarið sem hefur alltaf verið gott hjá honum þrátt fyrir fá tækifæri í byrjunarliðinu.

„Hann er mikill fagmaður og hefur alltaf verið mjög vinnusamur. Við getum séð að skapgerðin hans hefur ekkert breyst. Hann verður ennþá alveg brjálaður þegar dómur fellur ekki eins og hann vill. Það er sami góði gamli Rooney,“ sagði Robbie Savage.

„Aldurinn og það að spila ekki reglulega eru hinsvegar farin að hafa áhrif. Hann er ekki sami leikmaðurinn og hann var en hann er samt að mínu mati vanmetnaðasti leikmaðurinn í breska fótboltanum,“ sagði Savage en það er hægt að hlusta á hann hér.

„Það er skammarlegt að sjá hversu mikla gagnrýni hann fær. Það ótrúlegt að sjá hvað fólk er tilbúið að skammast svona út í leikmann sem er sá markahæsti í bæði sögu Manchester United og enska landsliðsins,“ sagði Savage.

Wayne Rooney hefur spilað 34 leiki á tímabilinu með Manchester United og í þeim er hann með 7 mörk og 10 stoðsendingar. Hann hefur aðeins byrjað 12 leiki í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en er með 4 mörk og 5 stoðsendingar (og 7 gul spjöld) í deildarleikjum sínum.


Tengdar fréttir

Rooney og Martial sáu um Burnley

Tvö mörk í fyrri hálfleik dugðu Manchester United til sigurs gegn Burnely á Turf Moor í dag en bæði mörk leiksins komu í fyrri hálfleik og átti franski sóknarmaðurinn Anthony Martial stóran hlut í þeim báðum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×