Enski boltinn

Keane: Man. Utd ætti að skammast sín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keane liggur ekki á skoðunum sínum.
Keane liggur ekki á skoðunum sínum. vísir/getty
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Man. Utd, hefur ekki heillast af frammistöðu síns gamla félags í vetur.

Man. Utd spilar gegn Celta Vigo í Evrópudeildinni í kvöld og Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, segir að félagið þurfi að skoða sín mál alvarlega ef liðið vinnur ekki keppnina og kemst í Meistaradeildina.

Keane er alveg sama hvernig fer í Evrópudeildinni. Hann segir að tímabil Man. Utd verði vonbrigði hvort eð er.

„Liðið hefur enga afsökun ef það vinnur ekki Evrópudeildina,“ segir Keane en honum finnst það ekki nóg að vinna Evrópudeildina og deildabikarinn.

„Maður býst við því að Man. Utd geti unnið slíkar keppnir. En að vera svona langt á eftir toppliðinu í deildinni er neyðarlegt. Sérstaklega miðað við liðið sem er þarna og hvað það kostaði. Stjórinn er samt fullur af afsökunum. Liðið er 19 stigum á eftir Chelsea og stjórinn, sem og leikmenn, ættu að skammast sín.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×