Enski boltinn

Sungu um síðari heimsstyrjöldina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn enska landsliðsins eru ekki alltaf til fyrirmyndar.
Stuðningsmenn enska landsliðsins eru ekki alltaf til fyrirmyndar. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur sett nokkra stuðningsmenn enska landsliðsins í bann frá leikjum liðsins.

Ástæðan er hegðun þeirra á vináttulandsleik Englands og Þýskalands í mars. Þýskaland vann leikinn, 1-0.

Stuðningsmennirnir bauluðu þá á þjóðsöng Þjóðverja og sungu síðan söngva um seinni heimsstyrjöldina.

Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, sagði að þessi hegðun væri óásættanleg og hefði valdið sér vonbrigðum.

Alls er búið að rannsaka hegðun 34 stuðningsmanna sem mega sætta sig við að horfa á næstu landsleiki í sjónvarpinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×