Viðskipti innlent

Frönsk sælkeraverslun væntanleg

Sæunn Gísladóttir skrifar
Verslunin mun selja franskan mat, snyrtivörur og hönnunarvörur.
Verslunin mun selja franskan mat, snyrtivörur og hönnunarvörur. Vísir/Eyþór
Stefnt er að opnun frönsku sælkeraverslunarinnar Hyalin Reykjavik við Hverfisgötu 35 í lok þessa mánaðar.

Fram kemur á síðu verslunarinnar að tveir Frakkar standi að Hyalin, þeir Arnaud-Pierre frá Limoges í Frakklandi og Didier sem er frá Suðvestur-Frakklandi. Þeir félagarnir stofnuðu bókaforlagið Kaiserin Editions í Frakklandi árið 2012.

Þeir heilluðust af Íslandi, menningunni og hefðum hér, eftir að hafa ferðast til landsins margoft. Þeir fluttu því til Íslands í október 2015 með það að markmiði að opna sælkeraverslun.

Fram kemur á síðu verslunarinnar að þetta verði líklegast nyrsti punktur sem frönsk sælkeraverslun er á í heiminum.

Meðal þess sem verður í boði í versluninni eru ostar, sósur, paté og lifrarkæfa. Einnig verða snyrtivörur og hönnunarvörur frá Frakklandi til sölu.

Framkvæmdir standa nú yfir og er von á að verslunin verði tilbúin í lok næstu viku, en dyrnar verða opnaðar síðar í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×