Handbolti

Útiliðið hefur unnið fyrsta leikinn í sex af síðustu sjö úrslitaeinvígum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Stefánsson reynir skot að marki FH.
Vignir Stefánsson reynir skot að marki FH. vísir/ernir
Valsmenn eru komnir í 1-0 í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta eftir fjögurra marka sigur á FH í Kaplakrika í gærkvöldi, 28-24.

Það þarf reyndar ekki að koma mikið á óvart að útiliðið hafi unnið fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu því það var að gerast í sjötta sinn á síðustu sjö árum.

Eina heimaliðið sem hefur unnið leik eitt í lokaúrslitum frá og með árinu 2011 eru Haukarnir vorið 2014. Þeir unnu fyrstu tvo heimaleiki sína í úrslitaeinvíginu það vor en töpuðu síðan titlinum í oddaleiknum sem fram fór á Ásöllum fyrir troðfullu húsi 15. maí 2014.

Undanfarin tímabil hafa heimaliðin annars verið í miklum vandræðum því þau hafa nú aðeins unnið tvo af síðustu tíu leikjum í úrslitaeinvíginu hjá karlahandboltanum.

Sigurvegari fyrsta leiksins í úrslitaeinvígum Olís-deildar karla síðustu ár:

2017: Valur vann 28-24 sigur á FH á útivelli (Leikur tvö á laugardag)

2016: Afturelding vann 34-31 sigur á Haukum* á útivelli (Haukar unnu einvígið 3-2)

2015: Haukar* unnu 23-22 sigur á Aftureldingu á útivelli (Haukar unnu 3-0)

2014: Haukar unnu 29-28 sigur á ÍBV* á heimavelli (ÍBV vann 3-2)

2013: Fram* vann 20-18 sigur á Haukum á útivelli (Fram vann 3-1)

2012: HK* vann 26-23 sigur á FH á útivelli (HK vann 3-0)

2011: FH* vann 22-21 sigur á Akureyri á útivelli  (FH vann 3-1)

* Liðið varð Íslandsmeistari

Gengi útiliðanna í úrslitaeinvígum Olís-deildar karla síðustu ár:

2017: 1 sigur - 0 töp

2016: 4 sigrar - 1 tap

2015: 2 sigrar - 1 tap

Samanlagt: 2015-2017: 7 sigrar - 2 töp

- ÍBV vann útisigur í síðasta leiknum í úrslitaeinvíginu 2014 og þar með hafa 8 af síðustu 10 leikjum í úrslitaeinvíginu unnist á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×