Enski boltinn

„Annað hvort samþykkir hann samninginn eða við seljum hann“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barkley og Koeman standa í ströngu, innan vallar sem utan.
Barkley og Koeman standa í ströngu, innan vallar sem utan. vísir/getty
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, hefur sent Ross Barkley skýr skilaboð.

Barkley á enn eftir að skrifa undir nýjan samning við Everton og Koeman er orðinn þreyttur á þessu óvissuástandi.

„Annað hvort samþykkir hann samninginn eða við seljum hann,“ sagði Koeman sem hefur gefið Barkley tímaramma til að samþykkja nýja samninginn.

„Ef þú þarft svona mikinn tíma hefurðu efasemdir. Ég vil vinna með leikmönnum sem vilja vera hjá félaginu. Við munum ekki bíða fram í ágúst. Við þurfum svar um næstu helgi,“ sagði Hollendingurinn.

Barkley hefur átt misjafnt tímabil fyrir Everton. Hann hefur þó skilað fjórum mörkum og átta stoðsendingum í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Everton er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið á eftir að mæta Watford á heimavelli og Arsenal á útivelli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×