Viðskipti erlent

Hlutabréf í Snapchat hafa lækkað um 19 prósent

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi hlutabréfa í samfélagsmiðlinum Snapchat hafa haldið áfram að lækka það sem af er degi.
Gengi hlutabréfa í samfélagsmiðlinum Snapchat hafa haldið áfram að lækka það sem af er degi. Vísir/Getty

Gengi hlutabréfa í samfélagsmiðlinum Snapchat hafa haldið áfram að lækka það sem af er degi og höfðu þegar þetta var skrifað lækkað um rúmlega 19 prósent.

Hlutabréf í samfélagsmiðlinum Snapchat féllu um 25 prósent eftir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2017 var birt í gær.

Þetta er í fyrsta skipti sem Snapchat birtir afkomu félagsins síðan það var sett á markað. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að daglegum notendum miðilsins hefði aðeins fjölgað um fimm prósent á þessu tímabili, miðað við síðasta ársfjórðung 2016.

Stendur því daglegur notenda fjöldi miðilsins í 166 milljónum, sem er tveimur milljónum minna en búist var við, en 36 prósentum hærra en á sama tíma í fyrra. Þessi tilkynning félagsins gerði það að verkum að gengi bréfa félagsins veiktist um rúmlega 20 prósent eftir að kauphöllinni var lokað í New York.

Fjárfestar á Wall Street óttast að Facebook hafi töluverða yfirburði yfir Snapchat og hafa miklar áhyggjur af því að notendafjöldinn sé ekki að fjölga eins mikið og spáð var fyrir um.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
11,42
18
517.494
MARL
3,85
23
1.096.084
ORIGO
2,37
9
40.243
N1
1,72
3
47.156
SKEL
1,41
6
119.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
0
1
18.150