Lífið

Sáu fimmtán hvítháfa undan ströndum Kaliforníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn hákarlanna sem sást í sjónum.
Einn hákarlanna sem sást í sjónum.
„Afsakið. Það eru um fimmtán hvítháfar að synda á svæðinu í kringum ykkur. Vinsamlegast farið í land á rólegan máta.“ Þetta eru skilaboð sem fáir sundgarpar væru til í að heyra. Hins vegar fengu nokkrir slíkir í Orange County í Kaliforníu að heyra eitthvað svipað á dögunum.

Starfsmenn fógetaembættis bæjarins flugu yfir ströndina á þyrlu í gær og könnuðu svæðið með myndavélum. Þeir fundu, eins og áður segir, um fimmtán hákarla í sjónum og þurftu því að biðja fólk um að fara í land.

Fjölmargar tilkynningar um hákarla hafa borist á síðustu dögum, en engin þeirra varðar árás. Meðal þess sem hákarlarnir hafa verið að gera er að stökkva upp úr hafinu og hefur minnst eitt slíkt atvik náðst á myndband.

Lengri útgáfa





Fleiri fréttir

Sjá meira


×