Enski boltinn

Níu ára strákar skrifuðu undir sinn fyrsta samning við Liverpool og Gerrard var á staðnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard með ungum strák og fjölskyldu hans.
Steven Gerrard með ungum strák og fjölskyldu hans. Mynd/Twitter-síða Liverpool
Liverpool bauð í gær 22 af mögulegum framtíðarmönnum félagsins til að hitta Steven Gerrard og leika sér með stjörnuleikmönnunum Philippe Coutinho og Georginio Wijnaldum. Um leið var gengið frá samningum þeim fyrstu af mögulega mörgum á knattspyrnuferli þeirra.

Steven Gerrard er kominn aftur til Liverpool þar sem hann spilaði frá 1998 til 2015 og vann sér sæti meðal bestu leikmanna í sögu þessa sigursæla félagsins.

Gerrard hefur nú lagt skóna á hilluna eftir ævintýri sitt með LA Galaxy í Bandaríkjunum og er tekinn við sem unglingaliðsþjálfari hjá Liverpool.

Gerrard tók á móti framtíðarleikmönnum félagsins í gær sem mættu á Anfield með fjölskyldum sínum og skrifuðu undir sinn fyrsta samning við Liverpool.











Strákarnir eru bara níu ára gamlir og Steven Gerrard, sem stýrir 18 ára liðinu, mun því ekki fá þá nærri því strax til sín.

Eftir að gengið var frá samningum fengu strákarnir að spila á móti stórstjörnunum Philippe Coutinho og Georginio Wijnaldum.

Nú verður fróðlegt að sjá hversu margir þeirra standa sig og komast í gegnum unglingastarfið hjá Liverpool. Þeir ættu að geta verið að banka á dyrnar eftir 8 til 10 ár eða árunum 2025 til 2027.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×