Lífið

Einstaklega fallegt endaraðhús eftir Albínu Thordarson í Garðabæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stofan er björt og með fallegum arin.
Stofan er björt og með fallegum arin.
Við Reynilund í Garðabæ er til sölu einstaklega fallegt endaraðhús eftir arkitektinn Albínu Thordarson en hún fetaði í fótspor föður síns, Sigvalda Thordarsonar arkitekts, þegar hún hóf arkitektúrnám í Listaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1959.

Húsið er á einni hæð ásamt tvöföldum bílskúr. Á fasteignavef Vísis segir að húsið sé eintaklega vel hannað og vel skipulagt en raðhúsin hafa ratað í bækur um hönnun að því er fram kemur í fasteignaauglýsingunni.

Eins og sést á myndunum eru stórir stofugluggar sem snúa í suður og úr borðstofunni er gengið út á stóra suðurverönd. Þá er upprunalega eikarinnrétting í eldhúsinu sem hönnuð er af Albínu og sérsmíðuð inn í húsið á sínum tíma en það var byggt árið 1970.

Sjá nánar á fasteignavef Vísis.

Um er að ræða endaraðhús á einni hæð og með tvöföldum bílskúr.
Í eldhúsinu er upprunaleg eikarinnrétting sem Albína hannaði og var sérsmíðuð inn í húsið.
Húsið er haganlega hannað og vel skipulagt.
Stór suðurverönd er við húsið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×