Handbolti

Aron Dagur á leið til Stjörnunnar

Guðjón Guðmundsson skrifar
Aron Dagur færir sig um set.
Aron Dagur færir sig um set. vísir/andri marinó
Samkvæmt heimildum íþróttadeildar mun einn efnilegasti handboltamaður landsins, leikstjórnandinn Aron Dagur Pálsson, skrifa undir samning við Stjörnuna í Garðabæ í kvöld eða á morgun en samningaviðræður eru langt komnar.

Aron kemur til Stjörnunnar frá Gróttu þar sem hann hefur spilað allan sinn feril en hann skoraði 80 mörk fyrir Seltirninga í 23 leikjum í Olís-deildinni í vetur. Gróttuliðið komst í átta liða úrslit Íslandsmótsins en tapaði, 3-0, fyrir FH og var sent í snemmbúið sumarfríð.

Svo virðist sem að flótti eigi sér stað frá Gróttu en línumaðurinn stóri og stæðilegi, Þráinn Orri Jónsson, sem bætti miklu við sig í vetur, ku einnig vera undir smásjá liða í Olís-deildinni. Hafa þar verið nefnd til sögunnar ÍBV og Valur.

Þá er markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson farin frá Gróttu til Aftureldingar.

Gróttuliðið er einnig þjálfaralaust eftir að Gunnar Andrésson lét af störfum eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×