Lífið

Ganga til styrktar góðu málefni

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þessar hressu konur eru tilbúnar í gönguna og að láta gott af sér leiða.
Þessar hressu konur eru tilbúnar í gönguna og að láta gott af sér leiða. Vísir/GVA
Mæðradagurinn er viðeigandi fyrir göngur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini því ein af hverjum tíu konum getur búist við að greinast með það einhverntíma á ævinni. Við erum að vekja athygli á þessu og því góða vísindastarfi sem fer fram hér á landi,“ segir Margrét Baldursdóttir, félagi í Göngum saman og ein þeirra sem undirbýr viðburð morgundagsins, sem í ár ber upp á tíu ára afmæli félagsins.

Ein ganga er á höfuðborgarsvæðinu og verður gengið frá Háskólatorgi. „Það er í þriðja sinn sem gengið er þaðan, sem er frábært því þar er svo góð aðstaða,“ segir Margrét og heldur áfram.

 „En það verður gengið á fjórtán stöðum á landinu og svo á Tenrife líka. Allar þessar göngur hefjast klukkan 11 en á Háskólatorgi byrjum við klukkan tíu því þar erum við með dagskrá, skemmtiatriði, söluvarning og hlutaveltu sem engin núll eru í en stórglæsilegir vinningar.“

 Margrét segir Göngum saman hafa átt mjög gjöfult samstarf við íslenska hönnuði og segir Hildi Yeoman hönnuðinn sem í ár leggi félaginu lið.

 „Hildur hefur hannað boli, við erum alltaf með nýja boli á hverju ári, svo hefur hún líka hannað taupoka.

Allir eru velkomnir á Háskólatorgið og í gönguna sem ekkert kostar að taka þátt í.

Í sjöunda sinn er Göngum saman í samstarfi við bakarameistara. Um helgina selja þeir svokallaðar brjóstabollur og láta hluta ágóðans renna til félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×