Körfubolti

Shaq vill verða lögreglustjóri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólíkindatólið Shaquille O'Neal.
Ólíkindatólið Shaquille O'Neal. vísir/getty
Shaquille O'Neal er margt til lista lagt. Hann er einn af bestu körfuboltamönnum sögunnar, hefur leikið í bíómyndum, gefið út rappplötur og starfað sem álitsgjafi í sjónvarpi. Og núna ætlar Shaq að bjóða sig fram til lögreglustjóra.

Shaq, sem er 45 ára gamall, stefnir á að bjóða sig fram árið 2020. Hann er þó ekki enn búinn að ákveða hvort hann býður sig fram í Georgíu eða Flórída.

„Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera,“ sagði Shaq.

„Þetta snýst um að sameina fólk. Þegar ég var að alast upp elskaði fólkið lögregluna og bar virðingu fyrir henni. Ég vil endurvekja það.“

Shaq hefur reynslu af löggæslustörfum en hann hefur m.a. starfað fyrir lögregluna í Los Angeles, Arizona og Miami.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×