Lífið

BÓ kynnti stigin: „It's good to be back!“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
BÓ var í stuði í kvöld.
BÓ var í stuði í kvöld. Vísir/Skjáskot
Björgvin Halldórsson kynnti stig íslensku dómnefndarinnar í Eurovision í kvöld. Hann var léttur í lund og bauð Kænugarði gott kvöld upp á íslensku. Úkraínsku kynnarnir buðu hann sérstaklega velkominn sem föður Svölu, keppanda okkar Íslendinga í Eurovision í ár.

Björgvin tilkynnti, eftir að hafa tjáð kynnunum að það væri „frábært að vera kominn aftur,“ að Portúgalar hefðu fengið 12 stig frá íslensku dómnefndinni. Þá gáfum við Ástralíu 10 stig, Svíþjóð 8 stig, Bretlandi 7 stig, Búlgaríu 6 stig, Ítalíu 5 stig, Ungverjalandi 4 stig, Danmörku 3 stig, Belgíu 2 stig og Noregi 1 stig. Stig úr símakosningu verða tilkynnt nú í kjölfar stiganna frá dómnefndum.

Helga Möller, Pétur Örn Guðmundsson, Stefanía Svavarsdóttir, Kristján Viðar Haraldsson og Hildur Guðný Þórhallsdóttir skipuðu íslensku dómnefndina í ár.

Hér má sjá BÓ gera sig kláran fyrir hið mikilvæga verkefni:

Einhverjum þótti Björgvin minna nokkuð á njósnarann frækna Austin Powers:

Íslendingar voru ekki einir um samanburðinn:

Frægðarstundin hefur þó verið þrungin blendnum tilfinningum, eins og sjá má á barmmerki Björgvins, en Svala komst ekki áfram upp úr undanriðlinum á þriðjudaginn:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×