Lífið

Svala hafnaði í 15. sæti í undankeppninni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarði.
Svala Björgvinsdóttir á sviði í Kænugarði. Vísir/EPA
Svala hlaut 60 stig á fyrra undankvöldi Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún hafnaði í 15. sæti af átján löndum og var því nokkuð frá því að komast áfram. Tíu stigahæstu lögin fóru áfram í aðalkeppnina.

Salvador Sobral frá Portúgal sigraði undankeppnina með yfirburðum en hann hlaut 370 stig. Þá var Moldavía í öðru sæti og Svíþjóð í því þriðja.

Framlag Georgíu hafnaði í ellefta sæti og var 16 stigum á eftir næsta landi fyrir ofan, Grikklandi, sem var neðst af þeim löndum sem komust áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×